Í krafti kvenna
KVENNAÁHLAUPIÐ

Fyrstu konurnar sem tóku upp á því að birtast á striganum komu mér töluvert á óvart. Að þær skyldu í upphafi velja sér rauða litinn kom hinsvegar ekki á óvart. En auðvitað eru ekki allar konur rauðar og kvenorkan ekki bara rauð, enda kom í ljós eftir því sem verkin urðu fleiri að kveða tók við annan tón. Konurnar sýna sig hér í fleiri litbrigðum rétt eins og þær hafi brotist út úr rauðu tilverunni og yfir í aðra veröld. Eins og áður sýna þær hina firnasterku en um leið óendanlega sveigjanlegu strengi sem myndast milli kvenna í stríði og friði. Skilaboðin einföld og tær, vinátta og hlýja.

Ég held að þessar konur hafi beðið lengi eftir því að ég tækist á við þær og ég velti því stundum fyrir mér hvort það voru þær sem gerðu áhlaup á mig eða ég áhlaup á þær.
















Í krafti kvenna Þær fara með friði Óskastund Í djúpinu
Konur Sólardagur Tilvera Einlægni
Nærvera Leyndarmál Sjávargyðjur Tvær blómarósir